Glæsilegur árangur Íslendingsins

Jón Erik var ánægður með árangurinn í dag.
Jón Erik var ánægður með árangurinn í dag. Ljósmynd/SKÍ

Jón Erik Sigurðsson úr Fram náði glæsilegum árangri í svigi á heimsmeistaramóti unglinga sem fram fer í Tarvisio á Ítalíu.

Jón var í 26. sæti eftir fyrri ferð og náði sjöunda besta tímanum í seinni ferðinni. Endaði hann í 22. sæti samanlagt.

Bjarni Þór Hauksson úr Víkingi féll úr leik í fyrri umferð. Pétur Reidar Pétursson úr KR var í 56. sæti eftir fyrri ferð en var dæmdur úr leik fyrir að sleppa síðasta portinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert