KA tryggði sér í kvöld úrslitaleik við Þrótt úr Reykjavík í bikarkeppni karla í blaki með sigri á Aftureldingu, 3:2, í miklum spennuleik í Digranesi.
Afturelding byrjaði betur og vann fyrstu hrinuna 25:16. KA svaraði með 25:18-sigrum í annarri og þriðju hrinu og komst í 2:1.
Mosfellingar svöruðu með 25:18-sigri í fjórðu hrinu og réðust úrslitin því í oddahrinum, rétt eins og í fyrri leiknum á milli Þróttar og HK.
Að lokum reyndust KA-menn sterkari, unnu hrinuna 15:10 og leikinn í leiðinni.