Þróttur í úrslit eftir maraþonleik

Þróttarar fagna í kvöld.
Þróttarar fagna í kvöld. mbl.is/Eyþór

Þróttur úr Reykjavík tryggði sér sæti í úrslitum bikarkeppni karla í blaki með sigri á HK, 3:2, í miklum spennuleik í Digranesi í Kópavogi í kvöld.

HK vann fyrstu hrinuna, 25:22, en Þróttur svaraði með 25:23-sigrum í annarri og þriðju hrinu.

HK-ingar neituðu að gefast upp og jöfnuðu leikinn með 25:23-sigri í þriðju hrinu og réðust úrslitin því í oddahrinu.

Þar reyndust Þróttarar betri og liðið skoraði 15 stig gegn níu. Þróttur mætir annaðhvort Aftureldingu eða KA í úrslitum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert