HK tryggði sér sæti í bikarúrslitum kvenna í blaki með sigri á Álftanesi, 3:0, í seinni undanúrslitum kvöldsins í Digranesi í Kópavogi.
HK-ingar unnu hrinurnar 25:18, 25:19 og 25:20 og tryggðu sér með sannfærandi hætti sæti í bikarúrslitum.
Þar mæta HK-ingar liði KA, sem tapaði í bikarúrslitum fyrir ári síðan.