Komst upp um fíkniefnalagabrot þjálfarans

Tobias Bergman
Tobias Bergman Ljósmynd/Borðtennissamband Svíþjóðar

Hinn 36 ára gamli Tobias Bergman er hættur sem landsliðsþjálfari karla- og kvennalandsliða Svíþjóðar í borðtennis.

Ástæðan er sú að forráðamenn sambandsins komust að því að hann hafði verið dæmdur fyrir fíkniefnalagabrot árið 2023.

Blaðamaður Dagbladet spurði Bergman út í málið og upplýsti hann sambandið í kjölfarið um brot sitt en hann hafði haldið því leyndu á meðan hann starfaði sem landsliðsþjálfari.

Samkvæmt Dagens Nyheter var Bergman gripinn með lítið magn kókaíns á skemmtistað í Stokkhólmi í maí 2023.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert