Baldvin Þór Magnússon kom níundi í mark í 3000 metra hlaupi í sínum riðli á Evrópumótinu innanhúss í frjálsum íþróttum sem fram fer í Apeldoorn í Hollandi.
Baldvin hljóp á 7:55,32 sekúndum sem er töluvert frá Íslandsmetinu sem hann setti á Norðurlandamótinu í Finnlandi í febrúar en þá hljóp hann á 7:39,94 sekúndum.
Baldvin leiddi hlaupið lengi vel en missti af lestinni undir lokin og fer ekki í úrslit. Norðmaðurinn Jakob Ingebrigtsen kom fyrstur í mark í riðlinum á 7:55,32 sekúndum.