Erna Sóley Gunnarsdóttir lenti í 16. sæti í undankeppninni í kúluvarpi á Evrópumótinu innanhúss í frjálsum íþróttum sem fram fer í Apeldoorn í Hollandi.
Fyrsta kast hennar var 16,60 metrar en lengsta kast hennar kom í annarri umferð en það var 16,74 metrar.
Síðasta kast hennar var ógilt því hún steig út fyrir kasthringinn og Erna komst ekki inn í úrslit.