Gamla ljósmyndin: Landsliðskona í 19 ár

mbl.is/Brynjar Gauti

Íþrótta­deild Morg­un­blaðsins og mbl.is held­ur áfram að gramsa í mynda­safni Morg­un­blaðsins og birta á mbl.is á laug­ar­dög­um.

Fríða Sig­urðardótt­ir hef­ur leikið flesta A-lands­leiki fyr­ir Íslands hönd í blaki eða 113. Er hún lang leikja­hæst hjá kvenna­landsliðinu en næst kem­ur Jóna Guðbjörg Vig­fús­dótt­ir með 84 lands­leiki sam­kvæmt lista Blak­sam­bands­ins.

Ein­ung­is þrír ís­lensk­ir blak­spil­ar­ar hafa náð 100 A-lands­leikj­um en hjá körl­un­um eru það Emil Gunn­ars­son með 106 leiki og Vign­ir Hlöðvers­son með 101 lands­leik.

Fríða varð leikja­hæst þegar hún lék 107. lands­leik­inn í sigri gegn Möltu á Smáþjóðal­eik­un­um í San Marínó snemma sum­ars 2017. Teng­ing­arn­ar eru oft mikl­ar í ís­lensku íþrótta­lífi en þegar Fríða fór fram úr Emil í leikja­fjölda var hann á staðnum sem aðstoðarþjálf­ari landsliðsins en þjálfaði hana auk þess hjá HK.

Síðar um sum­arið 2017 lét Fríða staðar numið með landsliðinu og lék síðustu lands­leik­ina á EM smáþjóða. Skildi hún við landsliðið á góðum nót­um því Ísland vann keppn­ina.

Fyrsta lands­leik­inn lék hún gegn Liechten­stein um pásk­ana árið 1998. Þá ein­ung­is 18 ára.

„Ég hef að ég held farið á flest mót sem landsliðið hef­ur tekið þátt í síðan þá. Ég missti einu sinni af Smáþjóðal­eik­um vegna þess að ég var ný­bú­in í axl­ar­upp­skurði og missti einnig af einu æf­inga­móti. Leik­arn­ir í San Marínó voru ní­undu Smáþjóðal­eik­arn­ir mín­ir,“ rifjaði Fríða upp í viðtali við Morg­un­blaðið hinn 23. júní 2017 en hún var lengi landsliðsfyr­irliði.

Á meðfylgj­andi mynd má sjá skell hjá Fríðu í leik á móti Kýp­ur á Smáþjóðal­eik­un­um á Möltu árið 2003 eða fyr­ir tutt­ugu og tveim­ur árum síðan. Mynd­ina tók Brynj­ar Gauti sem myndaði ís­lenska kepp­end­ur á leik­un­um fyr­ir Morg­un­blaðið og mbl.is en um fjöl­greina­mót er að ræða hjá þjóðum með 1 millj­ón íbúa og minna.

Fríðu var heiður sýnd­ur þegar hún lék fyr­ir Sa­vannah Col­l­e­ge of Art and Design há­skól­ann í Banda­ríkj­un­um en Sa­vannah er í Georgíu­ríki. Árið 2006 var hún val­in besti leikmaður­inn í riðlin­um sem liðið lék í, Florida Sun Con­f­erence. Lék liðið í fram­hald­inu í úr­slita­keppni NAIA deild­ar­inn­ar.

Að keppn­is­tíma­bil­inu loknu var Fríða val­in í úr­valslið núm­er tvö eða NAIA Volley­ball second All-America team. Í NAIA eru 250 há­skól­ar frá Banda­ríkj­un­um og Kan­ada og um 77 þúsund keppa í íþrótt­um inn­an NAIA.

Þegar töl­ur voru skoðaðar voru ein­ung­is 20 leik­menn í allri deild­inni sem vörðu fleiri skot í há­vörn á tíma­bil­inu en Íslend­ing­ur­inn.

Í dag verður leikið til úr­slita í bik­ar­keppni Blak­sam­bands­ins í Digra­nesi í Kópa­vogi. Þar mæt­ast KA og HK í kvenna­flokki og KA og Þrótt­ur R. í karla­flokki. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert