KA er bikarmeistari kvenna í blaki eftir sigur á HK, 3:2, Í úrslitaleiknum í Digranesi í dag.
KA er bikarmeistari í bæði karla- og kvennaflokki en karlaliðið hafði betur gegn Þrótti úr Reykjavík, 3:0, fyrr í dag.
Kvennalið KA þurfti að hafa meira fyrir sigrinum en liðin fóru alla leið í oddahrinu.
KA vann fyrstu tvær hrinurnar, 25:18 og 25:17, en HK næstu tvær, 25:22 og 26:24, og því þurfti oddahrinu til að útkljá málin.
Þar var KA-liðið sterkara og vann hana, 15:12, og leikinn 3:2. Bikararnir munu því vera á Akureyri næsta árið.