KA er bikarmeistari karla

KA er bikarmeistari karla í blaki 2025.
KA er bikarmeistari karla í blaki 2025. mbl.is/Ólafur Árdal

KA er bikarmeistari karla í blaki í fyrsta sinn í sex ár eftir öruggan 3:0-sigur á Þrótti Reykjavík í Digranesi í dag.

KA var með yfirhöndina í fyrstu tveimur hrinunum. Fyrsta fór 25:21 fyrir KA og önnur 25:16 en Þróttarar voru andlausir undir lok annarrar hrinu.

Þróttarar vöknuðu í þriðju hrinu sem var jöfn og staðan 23:23 en Þrótturum tókst ekki að koma hrinunni í upphækkun og KA sigraði 25:23.

Zdravko Kamenov, uppspilari hjá KA, var valinn maður leiksins.

Zdravko Kamenov var valinn besti maður leiksins.
Zdravko Kamenov var valinn besti maður leiksins. mbl.is/Ólafur Árdal

Miguel Mateo Castrillo, spilandi þjálfari hjá karlaliðinu, er ekki að fara langt frá Digranesi en hann stýrir kvennaliði KA sem mætir HK í úrslitum seinna í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert