Alþjóðlega aksturssambandið, FIA, staðfesti í gær að Cadillac frá Bandaríkjunum tefli fram liði í Formúlu 1 tímabilið 2026.
Liðum fjölgar því úr tíu í ellefu tímabilið 2026. Cadillac og Audi verða nýliðar það tímabil en Audi mun taka yfir Kick Sauber.
A new chapter begins as the Cadillac Formula 1™ Team officially joins the FIA Formula One World Championship for the 2026 season.@F1 | @Cadillac | @GM pic.twitter.com/i2V4Qy4wZA
— Cadillac F1 Team (@Cadillac_F1) March 7, 2025
Það verða því 22 ökumenn tímabilið 2026 og eins og staðan er í dag eru átta laus pláss.
Our confirmed driver line up for 2026 featuring 22 seats! 🙌#F1 pic.twitter.com/9QlxooaM6E
— Formula 1 (@F1) March 7, 2025
Tímabilið 2025 hefst 16. mars og fyrsti kappaksturinn er í Melbourne, Ástralíu.