Nýtt lið í Formúluna

Fyrsti formúlu 1 kappaksturinn 2025 fer fram 16. mars í …
Fyrsti formúlu 1 kappaksturinn 2025 fer fram 16. mars í Ástralíu. AFP/Fadel Senna

Alþjóðlega aksturssambandið, FIA, staðfesti í gær að Cadillac frá Bandaríkjunum tefli fram liði í Formúlu 1 tímabilið 2026.

Liðum fjölgar því úr tíu í ellefu tímabilið 2026. Cadillac og Audi verða nýliðar það tímabil en Audi mun taka yfir Kick Sauber.

Það verða því 22 ökumenn tímabilið 2026 og eins og staðan er í dag eru átta laus pláss.

Tímabilið 2025 hefst 16. mars og fyrsti kappaksturinn er í Melbourne, Ástralíu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert