Tiger Woods ekki tilbúinn

Tiger Woods missti móðir sína í febrúar.
Tiger Woods missti móðir sína í febrúar. AFP/Orlando Ramirez

Tiger Woods tekur ekki þátt á Players-meistaramótinu sem hefst á fimmtudaginn á TPC Sawgrass-vellinum í Bandaríkjunum.

Móðir hans, Kultida, lést skyndilega 4. febrúar. Hann sagði í viðtali á dögunum að hann hefði aðeins snert golfkylfu þrisvar sinnum síðan hún lést.

„Ég er ekki alveg með hjartað á réttum stað til að æfa. Þegar mér fer vonandi að líða aðeins betur þá fer ég af stað aftur og kíki á dagskrána,“ sagði Tiger.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert