1.500 milljónir fyrir upplýsingar um Ólympíufara

Ryan Weding.
Ryan Weding. AFP/FBI

Ólympíufarinn Ryan Wedding er kominn á lista FBI, bandarísku alríkislögreglunnar, yfir tíu eftirsóttustu glæpamenn Bandaríkjanna. 

Wedding er eftirlýstur fyrir að hafa flutt hundruð kílóa af kókaíni frá Kólumbíu til Bandaríkjanna og Kanada. Þá er hann einnig á listanum fyrir að skipuleggja mörg morð og morðtilraunir til að efla þessa fíkniefnaglæpi. 

FBI býður upp á allt að 10 milljónum Bandaríkjadala fyrir upplýsingar sem leiða að handtöku Weddings eða sakfellingar. Það nemur rúmum 1.500 milljónum íslenskra króna. 

Wedding keppti á snjóbretti á Vetrarólympíuleikunum í Bandaríkjunum árið 2002. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert