Magnus Brevig, landsliðsþjálfar skíðastökkdeildar Noregs, hefur verið settur til hliðar eftir skandalinn mikla á HM í skíðaíþróttum þar sem þremur keppendur Noregs var vísað frá keppni.
Keppendurnir þrír eru Johann André Fofang, Marius Lindvik og Kristoffer Eriksen Sundal. Þeim var vísað úr keppni eftir að upp kom að stökkgallar þerra hefðu verið saumaðir með sérstyrktum og ólöglegum þræði sem hefur áhrif á eiginleika gallanna með því að gefa minna eftir en sá þráður er reglur mæla um.
Lindvik hafði þegar unnið sér inn silfurmedalíu er hann var þegar sviptur.
Norskir fjöl- og samfélagsmiðlar hafa logað um helgina vegna skandalsins. Brevig hefur játað sök og sætt sig við að vera settur til hliðar af sambandinu.