Fjölnir vann öruggan sigur á SA, 5:0, í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvígi Íslandsmótsins í íshokkí kvenna í Egilshöll í kvöld.
Annar leikur liðanna fer fram í skautahöllinni á Akureyri á fimmtudagskvöld.
Í kvöld var Fjölnir 2:0 yfir að lokinni fyrstu lotu eftir að Kolbrún Garðarsdóttir og Hilma Bergsdóttir skoruðu.
Í annarri lotu bætti Berglind Leifsdóttir við þriðja markinu fyrir heimakonur.
Í þriðju lotu skoraði Fjölnir svo tvö mörk til viðbótar. Berglind skoraði annað mark sitt og Flosrún Jóhannesdóttir komst á blað.