Spenntur fyrir komandi tímum með Arnar sem þjálfara

Arnar Gunnalugsson.
Arnar Gunnalugsson. mbl.is/Karítas

Eins og fleiri er bakvörður afar spenntur fyrir komandi tímum með Arnar Gunnlaugsson sem þjálfara íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu.

Arnar tilkynnti fyrsta leikmannahóp sinn í gær, fyrir tvo leiki gegn Kósovó síðar í mánuðinum, og verður athyglisvert að sjá hvernig hann vinnur með leikmönnum.

Ljóst er að sóknarþungi íslenska liðsins er mikill með Albert Guðmundsson, Hákon Arnar Haraldsson og Orra Stein Óskarsson í broddi fylkingar.

Sú furðulega staða, að minnsta kosti miðað við sögu íslenska karlalandsliðsins, er komin upp að liðið á ekki í teljandi vandræðum með að skapa sér færi og skora mörk. Vandræðin lúta miklu frekar að varnarleiknum.

Það er af sem áður var þar sem Ísland reiddi sig um langt árabil í grunninn á sterkan varnarleik. Annað fylgdi á eftir sóknarlega með góðu skipulagi, einstaklingsgæðum og hættulegum föstum leikatriðum.

Það gefur augaleið að fái lið á sig tvö til fjögur mörk í leik, sem var gjarna raunin í Þjóðadeildinni á síðasta ári, dugir það skammt þótt Ísland skori um tvö mörk í leik að meðaltali. Arnar veit sem er að mikilvægt mun reynast að koma böndum á varnarleikinn, öðruvísi er mjög ólíklegt að nokkur árangur náist.

Bakvörðinn má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert