Fjögur keppa á Kýpur um helgina

Erna Sóley Gunnarsdóttir kastar á Kýpur um helgina.
Erna Sóley Gunnarsdóttir kastar á Kýpur um helgina. mbl.is/Hákon

Fjórir íslenskir kastarar taka þátt í hinu árlega Vetrarkastmóti Evrópu sem fer að þessu sinni fram á Kýpur og er haldið á morgun og á sunnudaginn.

Erna Sóley Gunnarsdóttir keppir í kúluvarpi, Guðni Valur Guðnason og Hera Christensen í kringlukasti og Hilmar Örn Jónsson í sleggjukasti.

Erna, Guðni og Hilmar eru ríkjandi Íslandsmethafar í sínum  greinum og Hera, sem keppir í flokki U23 ára, á aldursflokkametið 19 ára og yngri, sem jafnframt er fjórði besti árangur íslenskrar konu í kringlukasti.

Íslandsmet Hilmars (77,10 m) og Guðna (69,35 m) eru frá árinu 2020 en Erna sló Íslandsmetið í kúluvarpi síðasta sumar þegar hún kastaði 17,91 metra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert