Fyrstu konurnar í 64 ár

Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir.
Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir. Ljósmynd/Skíðasamband Íslands

​Skíðakonan Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir hefur átt viðburðaríkt tímabil en hún keppti á sínu þriðja heimsmeistaramóti í Salbaach í Austurríki í febrúarmánuði.

Hólmfríður Dóra, sem er 27 ára gömul, hefur einnig verið með keppnisrétt í Evrópubikarnum á tímabilinu þar sem hún hefur staðið sig vel.

Þá keppti hún í risasvigi á Evrópubikarmóti í Kitzbühel í Austurríki á dögunum og hafnaði í 49. sæti en þetta var í fyrsta sinn í 64 ár sem konur fá að keppa í Hahnenkamm-brautinni frægu sem er eitt af einkennum skíðabæjarins.

„Ég er mjög sátt með tímabilið í heild sinni en það er nóg eftir af því líka,“ sagði Hólmfríður Dóra í samtali við Morgunblaðið.

Mikil stemning hjá konunum

Hólmfríður hafnaði svo í 49. sæti á Evrópubikarmóti í Kitzbühl í risasvigi sem er hennar sterkasta grein í dag.

„Þetta var í fyrsta sinn sem konur fá að keppa í Hahnenkamm-brautinni í Kitzbühl í 64 ár og það var ótrúlega gaman að fá að taka þátt í því. Það var frábær stemning hjá öllum keppendunum og óvenjulegt að sjá svona margar konur samankomnar þarna því vanalega hafa bara karlarnir fengið að spreyta sig í brautinni.

Ég sveif um á bleiku skýi eftir keppnina og komst ágætlega frá mínu. Ég náði að bjarga mér fyrir horn eftir eina beygjuna og tapaði einhverjum tíma auðvitað en komst í mark og ég er fyrst og fremst ánægð með að hafa klárað keppnina. Þetta fer allt í reynslubankann og ég get ekki beðið eftir því að fá að keppa aftur í Kitzbühl.“

Viðtalið við Hólmfríði Dóru má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert