Erna Sóley Gunnarsdóttir hafnaði í fjórða sæti í kúluvarpi á vetrarkastmóti Evrópu á Kýpur í dag.
Erna kastaði lengst 17,30 metra í dag en Íslandsmetið hennar er 17,92 metrar.
Guðni Valur Guðnason endaði í áttunda sæti í kringlukastinu í sínum riðli. Hann kastaði 56,13 metra sem er hans besti árangur á tímabilinu.
Í U23 ára kringlukasti kvenna endaði Hera Christensen í sjöunda sæti en hún kastaði lengst 49,84 metra sem er hennar lengsta kast á tímabilinu.