Jørgen Strand Larsen skoraði bæði mörk Úlfanna í 2:1-sigri liðsins gegn Southampton í ensku úrvalsdeildinni í dag.
Larsen kom Wolves yfir á 19. mínútu og á 47. mínútu tvöfaldaði hann forystuna. Paul Onuachu minnkaði síðan muninn fyrir Southampton á 75. mínútu.
Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samstarfi við Símann Sport.