Landsliðsmaðurinn Stefán Teitur Þórðarson skoraði sigurmark Preston North End í 2:1-sigri gegn Portsmouth í B-deild Englands í dag.
Sigurmark Stefáns kom á 87. mínútu en Skagamaðurinn lék allan leikinn á miðju Preston.
Preston er í 14. sæti deildarinnar með 47 stig. Portsmouth situr í 17. sæti með 42 stig.