Sló Alcaraz út og vann mótið

Jack Draper með sigurlaunin fyrir að standa uppi sem sigurvegari …
Jack Draper með sigurlaunin fyrir að standa uppi sem sigurvegari á Indian Wells-mótinu. AFP/Patrick T. Fallon

Breski tennisleikarinn Jack Draper vann sinn stærsta titil á ferlinum til þessa þegar hann reyndist hlutskarpastur á Indian Wells-mótinu í Kaliforníu í Bandaríkjunum í gær.

Draper mætti Dananum Holger Rune í úrslitum og vann 2:0 eftir að hafa unnið bæði fyrsta og annað sett 6:2.

Hann hafði óvænt slegið Spánverjann Carlos Alcaraz út í undanúrslitum á laugardag og þá lá ljóst fyrir að hann kæmist í topp tíu á heimslistanum í fyrsta sinn.

Draper, sem er 23 ára gamall, er nú í sjöunda sæti á listanum og vann sinn fyrsta titil á ATP Masters-mótaröðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert