Djokovic og félagar í hart við mótaraðirnar

Novak Djokovic.
Novak Djokovic. AFP/Clive Brunskill

PTPA leikmannasamtökin í tennis, sem Novak Djokovic stofnaði ásamt Vasek Pospisil, hafa lagt fram kæru gegn stærstu mótaröðum íþróttarinnar, Alþjóðatennissambandinu og Alþjóðlegri siðanefnd í tennis.

Kæran var lögð fram í New York í Bandaríkjunum og farið fram á réttarhöld vegna þess sem PTPA telur vera „vinnubrögð sem fara gegn samkeppni og ber vott um gífurlega lítilsvirðingu í garð velferðar leikmanna.“

PTPA leikmannasamtökin segjast leggja kæruna fram fyrir hönd allra atvinnutennisleikara. Í kærunni er mótadagskrá, aðferðir við stigagjöf vegna styrkleikalista og skortur á stjórn á eigin ímyndarrétti á meðal þess sem er gagnrýnt.

„Atvinnutennis er fastur í svindli sem veitir tennisleikurum takmarkaða stjórn á eigin ferlum og vörumerkjum,“ segir meðal annars í kærunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert