Fjölnir Íslandsmeistari annað árið í röð

Fyrirliðinn Kolbrún María Garðarsdóttir hefur Íslandsbikarinn á loft á Akureyri …
Fyrirliðinn Kolbrún María Garðarsdóttir hefur Íslandsbikarinn á loft á Akureyri í kvöld. Ljósmynd/Egill Bjarni Friðjónsson

Fjölnir er Íslandsmeistari í íshokkí kvenna eftir 2:1-sigur á SA á Akureyri í kvöld.

Var þetta fjórði leikur liðanna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Fjölnir vann þrjá leiki en SA einn. Fjölnir hefur nú unnið titilinn tvö ár í röð.

Leikurinn byrjaði með látum og liðin virkuðu spræk og í sóknarhug. Ekkert var þó skorað fyrr en undir lok fyrsta leikhlutans. Hilma Bóel Bergsdóttir skoraði eftir að hafa hrifsað pökkinn af leikmanni SA.  Markið var mjög slysalegt fyrir SA sem hafði sótt og varist vel allan leikhlutann.

Má segja að annar leikhlutinn hafi verið afrit þess fyrsta því allt var með sama sniði. Liðin sóttu á víxl og fengu eitt og eitt færi. Fjölnir refsaði svo seint í leikhlutanum eftir skelfilegt andvaraleysi heimakvenna nærri eigin marki. Staðan fyrir lokaleikhlutann var 2:0 fyrir Fjölni og fátt í spilunum annað en að Íslandsmeistarar yrðu krýndir eftir leik.

SA-konur voru ekki á þeim buxunum að gefast upp og þær sóttu nokkuð stíft í þriðja leikhlutanum. Þær uppskáru loks mark eftir slæm mistök í vörn Fjölnis. Anna Sonja Ágústsdóttir nýtti sér þau og komst í færi. Karítas Halldórsdóttir varði en Anna Sonja fékk pökkinn aftur og skoraði í opið mark. Staðan var þá orðin 2:1 og allt gat gerst.

Heimakonur reyndu allt hvað þær gátu til að jafna leikinn en allt kom fyrir ekki og Fjölnir fagnaði innilega í leikslok.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Aðrir virkir leikir

Grindavík 92:80 Þór Ak. opna
99. mín. skorar

Leiklýsing

SA 1:2 Fjölnir opna loka
60. mín. SA Textalýsing SA tekur markmanninn af velli.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert