Myles Lewis-Skelly var á skotskónum fyrir England þegar liðið tók á móti Albaníu í K-riðli undankeppni HM 2026 á Wembley í Lundúnum í kvöld.
Leiknum lauk með þægilegum sigri Englands, 2:0. en Lewis-Skelly var að leika sinn fyrsta A-landsleik og kom Englandi yfir strax á 20. mínútu.
Harry Kane bætti við öðru marki Englands á 77. mínútu og þar við sat en í hinum leik riðilsins hafði Lettland betur gegn Andorra í Andorra, 1:0, þar sem Dario Sits skoraði sigurmark Letta á 58. mínútu.
Oliver Antman tryggði Finnlandi sigur gegn Möltu á Möltu, 1:0, þegar liðin mættust í G-riðli en Antman skoraði sigurmark leiksins á 38. mínútu.
Í honum leik riðilsins tryggði Robert Lewandowski Póllandi sigur gegn Litháen í Varsjá, 1:0, en framherjinn skorði sigurmarkið á 81. mínútu.
Þá var einnig leikið í H-riðlinum þar sem Kýpur hafði betur gegn San Marínó á Kýpur, 2:0, og Bosnía vann 1:0-sigur gegn Rúmeníu í Búkarest.