George Foreman látinn

George Foreman.
George Foreman. AFP/Michael Tran

Bandaríski hnefaleikakappinn fyrrverandi George Foreman lést í gær, 76 ára aldri.

Foreman varð Ólympíumeistari árið 1968 í Mexíkó og þá varð hann tvívegis heimsmeistari í þungavigt.

Foreman er hvað þekktastur fyrir bardaga sinn við Mohamed Ali sem fram fór í Kongó árið 1974, en landið hét þá Zaíre.

Ali vann bardagann með rothöggi í áttundu lotu sem varð til þess að Foreman tapaði heimsmeistarabeltinu til Alis.

Þremur árum síðar lagði Foreman hanskana mjög óvænt á hilluna og gerðist trúboði en snéri svo aftur í hringinn tíu árum síðar, þá 38 ára gamall.

Hann varð heimsmeistari í þungavigt í annað sinn á ferlinum árið 1994, þá 44 ára og 299 daga gamall, þegar hann lagði Michael Moorer með rothöggi í tíundu lotu í Las Vegas.

Foreman giftist fimm sinnum á lífsleiðinni og eignaðist alls tólf börn, fimm syni og sjö dætur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert