Gunnar Nelson mátti þola tap gegn Kevin Holland, 29:28, eftir dómaraúrskurð á UFC-kvöldi í London í kvöld.
Holland vann tvær fyrstu loturnar og dugði sigur í þriðju lotunni því Gunnari ekki en hann var nálægt því að hengja Holland í lotunni en sá bandaríski slapp.
Gunnar hefur nú unnið 19 bardaga, tapað sex og gert eitt jafntefli en bardagurinn í kvöld var sá fyrsti hjá Gunnari í tvö ár og fyrsta tapið hans frá árinu 2019.
Gunnar Nelson í beinni |
Opna lýsingu ![]() ![]() |
![]() ![]() |
|
---|---|---|---|
kl. 22:10 Leik lokið Dómararnir dæma eins og ég hélt, 29:28, fyrir Holland og Gunnar þarf að játa sig sigraðan. Hetjuleg barátta dugar ekki til. | |||
Augnablik — sæki gögn... |