Gunnar tapaði með minnsta mun

Gunnar Nelson mátti þola tap í kvöld.
Gunnar Nelson mátti þola tap í kvöld. Ljósmynd/Snorri Björns

Gunnar Nelson mátti þola tap gegn Kevin Holland, 29:28, eftir dómaraúrskurð á UFC-kvöldi í London í kvöld.

Holland vann tvær fyrstu loturnar og dugði sigur í þriðju lotunni því Gunnari ekki en hann var nálægt því að hengja Holland í lotunni en sá bandaríski slapp.

Gunnar hefur nú unnið 19 bardaga, tapað sex og gert eitt jafntefli en bardagurinn í kvöld var sá fyrsti hjá Gunnari í tvö ár og fyrsta tapið hans frá árinu 2019.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Gunnar Nelson í beinni opna loka
kl. 22:10 Leik lokið Dómararnir dæma eins og ég hélt, 29:28, fyrir Holland og Gunnar þarf að játa sig sigraðan. Hetjuleg barátta dugar ekki til.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert