KA tryggði sér í dag deildarmeistaratitilinn í blaki karla með því að sigra Vestra, 3:2, í lokaumferð úrvalsdeildarinnar í KA-heimilinu á Akureyri.
KA fékk 50 stig, Þróttur Reykjavík 47, Hamar 42, Afturelding 34, Vestri 30, HK 20, Völsungur 18 og Þróttur Fjarðabyggð 8. Einn leikur er eftir í deildinni milli Vestra og Þróttar úr Fjarðabyggð.
Leikurinn á Akureyri var hörkuspennandi en hrinurnar enduðu 25:15, 26:24, 22:25, 21:25 og 15:11.