Portúgalski knattspyrnuþjálfarinn Jose Mourinho var mættur í O2-höllina í Lundúnum í gærkvöld að fylgjast með UFC-bardagakvöldinu þar sem Gunnar Nelson var meðal keppenda.
Það var vel tekið á móti Mourinho í höllinni en hann hefur bæði stýrt Chelsea og Tottenham í Lundúnum. Í dag stýrir hann Fenerbahce í Tyrklandi.
Gunnar mætti hinum bandaríska Kevin Holland í sínum fyrsta bardaga í tvö ár. Holland vann bardagann eftir dómaraúrskurð.
Í aðalbardaga kvöldsins hafði Sean Brady betur gegn heimamanninum Leon Edwards í veltivigt, sama þyngdarflokki og Gunnar er í.
🗣️ “If I speak, I’m in trouble!” #UFCLondon 🇬🇧@ImJoseMourinho gives his main event prediction 🤣 pic.twitter.com/Awco9s5Z03
— UFC Europe (@UFCEurope) March 22, 2025