Mourinho fylgdist með Gunnari berjast

Jose Mourinho var mættur á UFC-bardagakvöldið í gær.
Jose Mourinho var mættur á UFC-bardagakvöldið í gær. Ljósmynd/Skjáskot/Viaplay

Portúgalski knattspyrnuþjálfarinn Jose Mourinho var mættur í O2-höllina í Lundúnum í gærkvöld að fylgjast með UFC-bardagakvöldinu þar sem Gunnar Nelson var meðal keppenda.

Það var vel tekið á móti Mourinho í höllinni en hann hefur bæði stýrt Chelsea og Tottenham í Lundúnum. Í dag stýrir hann Fenerbahce í Tyrklandi.

Gunnar mætti hinum bandaríska Kevin Holland í sínum fyrsta bardaga í tvö ár. Holland vann bardagann eftir dómaraúrskurð.

Í aðalbardaga kvöldsins hafði Sean Brady betur gegn heimamanninum Leon Edwards í veltivigt, sama þyngdarflokki og Gunnar er í. 

 

 

Gunnar Nelson.
Gunnar Nelson. Ljósmynd/Snorri Björns
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert