Myles Lewis-Skelly, leikmaður Arsenal, varð yngsti leikmaðurinn til að skora í frumraun sinni fyrir enska karlalandsliðið í knattspyrnu í 2:0-sigri liðsins gegn Albaníu á föstudaginn.
Lewis-Skelly sló met Marcus Rashford sem skoraði í frumraun sinni með enska landsliðinu gegn Ástralíu árið 2016.
Það var fallegt atvik í sjónvarpsútsendingu leiksins þegar það sást í ömmu hans Lewis-Skelly hvetja sinn mann áfram.
„Ég er orðlaus. Ég er svo þakklátur fyrir að þjálfarinn skuli treysta mér. Ég er svo hamingjusamur,“ sagði Lewis-Skelly í viðtali eftir leik.
Myles Lewis-Skelly after playing against Tottenham for Arsenal: “I had to put on a show for my grandma!”
— ESPN UK (@ESPNUK) March 22, 2025
Lewis-Skelly’s grandma watching him score on his England debut 🥹 pic.twitter.com/8G3ZGoM8sK