Vann brons og setti nýtt Evrópumet

Lucie vann til gullverðlauna í hnébeygju.
Lucie vann til gullverðlauna í hnébeygju. Ljósmynd/Kraftlyftingasamband Íslands

Lucie Stefaniková vann til bronsverðlauna í -76 kg flokki á EM í klassískum kraftlyftingum í gær.

Lucie byrjaði mótið stórkostlega er hún hreppti gullið og setti nýtt Evrópumet í hnébeygju með 211 kg lyftu.

Í bekkpressu lyfti Lucie síðan 120 kg sem var persónuleg bæting. Í réttstöðulyftu hafnaði hún í fjórða sæti en hún náði að lyfta 232,5 kg.

Samanlagt lyfti Lucie 563,5 kg sem skilaði henni bronsverðlaunum fyrir samanlagðan árangur.

Lucie Stefaniková.
Lucie Stefaniková. Ljósmynd/Kraftlyftingasamband Íslands
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka