Fimm ára fangelsi fyrir morðtilraun

Cain Velasquez.
Cain Velasquez. Ljósmynd@cainmma

Cain Velasquez, fyrrverandi þungavigtarmeistari í UFC í blönduðum bardagalistum, hefur verið dæmdur í fimm ára fangelsi í Kaliforníu í Bandaríkjunum fyrir morðtilraun.

Velasquez, sem er 42 ára, var ákærður fyrir morðtilraun, líkamsárás og ólöglegan vopnaburð vegna skotárásar sem hann framdi árið 2022.

Bandaríkjamaðurinn hreyfði engum andmælum við þegar hann mætti fyrir rétt á síðasta ári og var hann nýverið dæmdur til fimm ára fangelsisvistar.

Velasquez skaut að bifreið sem innihélt þrennt, þar á meðal Harry Goularte, sem skotárásin beindist að. Velasquez hæfði ekki Goularte en hæfði annan karlmann, sem særðist á handlegg og búk.

Goularte hefur sjálfur verið ákærður fyrir barnaníð í Kaliforníu, þar á meðal gegn syni Velasquez, sem var ástæða skotárásarinnar. Neitar Goularte sök.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert