Frjálsíþróttakonan Arndís Diljá Óskarsdóttir gerði glæsilega hluti á Hurricane Invitational-mótinu í Flórída um helgina.
Arndís vann mótið með kasti upp á 51,07 metra og bætti sinn besta árangur um tæpa tvo metra en hún kastaði yfir 50 metra í fyrsta skipti á ferlinum.
Aðeins þrjár konur hafa kastað lengra en Arndís kastaði á mótinu.
Ólympíufarinn Ásdís Hjálmsdóttir er Íslandsmethafi í greininni en hún kastaði spjótinu 63,43 metra í Joensuu í Finnlandi árið 2017.