Lamdi dóttur sína í andlitið

Teikning af föðurnum Gjert Ingebrigtsen.
Teikning af föðurnum Gjert Ingebrigtsen. AFP/Ane Hem

Rétt­ar­höld yfir Gjert Ingebrigtsen, föður hlaup­ar­anna Henriks, Fil­ips og Jak­obs Ingebrigtsen, hóf­ust í fyrradag en hann er sakaður um gróft of­beldi í garð barna sinna. 

Jakob lýsti ofbeldi Gjerts fyrir réttarhöldum í fyrradag en í gær sagði Ingrid systir drengjanna sína sögu. 

Þar sagði hún meðal annars frá því að Gjert hafi lamið hana í andlitið eftir að hún gleymdi púlsmæli sínum. Atvikið var eitt af sjö þar sem Gjert er sagður hafa beitt Ingrid andlegu eða líkamlegu ofbeldi.

Ingrid er núna 18 ára en atvikið átti sér stað 2018 eða 2019. 

Rétt­ar­höld­in standa yfir til 16. maí.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert