Jón og Hólmfríður Íslandsmeistarar

Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir var með mikla yfirburði í kvennaflokki.
Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir var með mikla yfirburði í kvennaflokki. Ljósmynd/Jónas Egilsson

Hólmfríður María Friðgeirsdóttir og Jón Erik Sigurðsson urðu í dag Íslandsmeistarar í stórsvigi en Skíðamót Íslands hófst í Oddsskarði í dag.

Hólmfríður, sem hefur keppt í heimsbikarnum á árinu, var með mikla yfirburði í kvennaflokki en samanlagður tími hennar var 2:12,49 mínútur.

Þórdís Helga Grétarsdóttir varð önnur en hennar tími var rúmum fimm sekúndum lakari en hjá Hólmfríði. Eyrún Erla Gestsdóttir vann bronsverðlaun.

Keppni var öllu jafnari í karlaflokki. Jón Erik fór ferðirnar tvær á samanlagt 2:04,92 mínútum. Bjarni Þór Hauksson var 0,23 sekúndum á eftir og Gauti Guðmundsson í þriðja sæti 0,65 sekúndum frá efsta manni.

Bjarni Þór Hauksson, Jón Erik Sigurðsson og Gauti Guðmundsson voru …
Bjarni Þór Hauksson, Jón Erik Sigurðsson og Gauti Guðmundsson voru efstu menn í karlaflokki. Ljósmynd/Jónas Egilsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert