Gamla ljósmyndin: Tímamót í Grafarvogi

Íþrótta­deild Morg­un­blaðsins og mbl.is held­ur áfram að gramsa í mynda­safni Morg­un­blaðsins og birta á mbl.is á laug­ar­dög­um eins og gert hef­ur verið síðustu fimm árin.

Dag­skrárliður­inn Gamla ljós­mynd­in fór í loftið hér á mbl.is 27. mars mars árið 2020. Var þá heims­far­ald­ur­inn skoll­inn á af þunga og fór íþrótta­keppn­um fækk­andi vegna þess.

Fyrsta mynd­in sem birt­ist var tek­in af Ólafi K. Magnús­syni. Mynd­in var af Al­berti Guðmunds­syni fyrsta at­vinnu­manni þjóðar­inn­ar í knatt­spyrnu sem þá var í for­setafram­boði.

Birt­ar hafa verið mynd­ir eft­ir marga ljós­mynd­ara sem komið hafa við sögu á Morg­un­blaðinu og mbl.is og mörgu af þekkt­asta íþrótta­fólki lands­ins hef­ur brugðið fyr­ir á mynd­un­um. Til þessa hafa mynd­irn­ar eða fólkið á mynd­un­um tengst eft­ir­töld­um íþrótta­grein­um:

Knatt­spyrnu, frjáls­um, hand­knatt­leik, fim­leik­um, sundi, júdó, körfuknatt­leik, tenn­is, golfi, borðtenn­is, badm­int­on, alpa­grein­um skíðaíþrótta, hestaíþrótt­um, kraft­lyft­ing­um, rallý, blaki, snóker, sigl­ing­um, hjól­reiðum, skot­fimi og ís­hokkí.

Sé smellt á Gamla ljós­mynd­in í knipp­inu sem fylg­ir grein­inni er hægt að kynna sér all­ar mynd­irn­ar sem birt­ar hafa verið á þess­um fimm árum. 

Þenn­an laug­ar­dag­inn rifj­um við upp fyrsta Íslands­meist­ara­titil Grafar­vogs­búa í meist­ara­flokki í hópíþrótt. Í mars­mánuði árið 2012 varð Björn­inn Íslands­meist­ari karla í ís­hokkí eft­ir nokkuð óvænt­an sig­ur gegn Skauta­fé­lagi Reykja­vík­ur í úr­slitarimm­unni. Einnig tald­ist þá mjög til tíðinda að Ak­ur­eyr­ing­ar náðu ekki inn í úr­slita­ein­vígið en SA er lang sig­ur­sæl­asta fé­lagið í íþrótt­inni hér­lend­is. 

Frá því Björn­inn hafði sent lið til leiks höfðu verið marg­ar hindr­an­ir í veg­in­um og þegar liðið varð Íslands­meist­ari braust út ósvik­in gleði í Eg­ils­höll­inni en upp­selt var á síðasta leik­inn þar sem úr­slit­in réðust.

Kjart­an Þor­björns­son eða Golli fangaði augna­blikið vel með þess­ari mynd af Ser­gei Zak eft­ir að Grafar­vogs­bú­ar höfðu tekið við bik­arn­um. Rúss­inn Ser­gei Zak hafði komið til fé­lags­ins tólf árum áður sem leikmaður og þjálf­ari og átti mik­inn þátt í upp­bygg­ing­unni hjá fé­lag­inu. Í fjórða og síðasta úr­slita­leikn­um gegn SR skoraði hann þrennu í 7:4 sigri. 

Ef rýnt er í mynd­ina virðist Brynj­ar Berg­mann vera lengst til vinstri. Á bak við vinstri hand­legg Ser­geis má greina Gunn­ar Guðmunds­son og lengst til hægri er lík­lega Birk­ir Árna­son þáver­andi fyr­irliði Bjarn­ar­ins. 

Björn­inn rann síðar inn í Ung­menna­fé­lagið Fjölni í Grafar­vogi en sig­ur­inn 2012 er eini sig­ur Bjarn­ar­ins eða Fjöln­is á Íslands­móti karla í ís­hokkí. Kvennalið Fjöln­is varð á dög­un­um Íslands­meist­ari í íþrótt­inni annað árið í röð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert