24 ára ólympíufari lést með föður sínum

Ólympíufarinn Berkin Usta er látinn.
Ólympíufarinn Berkin Usta er látinn. Ljósmynd/Skíðasamband Tyrklands

Tyrkneski skíðamaðurinn Berkin Usta er látinn, aðeins 24 ára að aldri. Hann lést í eldsvoða í heimalandinu í vikunni. Faðir hans lést einnig í eldsvoðanum.

Voru þeir staddir á hóteli á skíðasvæði í Kervansaray þegar eldur braust út. Faðir hans var 57 ára.

Berkin keppti í risasvigi á Vetrarólympíuleikunum í Peking og hafnaði í 43. sæti. Faðir hans var forseti tyrkneska skíða- og snjóbrettakennarasambandsins.

Eiginkona Berkin Usta var einnig á svæðinu en hún komst lífs af.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka