Landsliðskonan Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir úr Ármanni og Matthías Kristinsson úr SFÓ eru Íslandsmeistarar í samhliðasvigi á Skíðamóti Íslands í alpagreinum sem fór fram í Oddsskarði um helgina.
Hólmfríður keppti til úrslita á móti nýkrýndum Íslandsmeistara í svigi, Sonju Li Kristinsdóttur úr SKA, sem hafnaði í öðru sæti.
Matthías hafði betur gegn Pétri Reidar Péturssyni úr KR í úrslitum. Gauti Guðmundsson, nýkrýndur Íslandsmeistari í svigi, var dæmdur úr leik í undanrásunum.