Ég ofverndaði börnin mín

Jakob Ingebrigtsen ásamt lögfræðingum sínum við réttarhöldin.
Jakob Ingebrigtsen ásamt lögfræðingum sínum við réttarhöldin. AFP/Lise Åserud

Norski frjálsíþróttaþjálfarinn Gjert Ingebrigtsen neitaði því í réttarhöldum í dag að hann hefði misþyrmt syni sínum og dóttur líkamlega.

Hann er ákærður fyrir að beita þau ofbeldi og gæti verið dæmdur í allt að sex ára fangelsi ef hann verður fundinn sekur.

Jakob Ingebrigtsen sonur hans, heimsmeistari og Ólympíumeistari í millivegalengdahlaupum, lýsti í síðustu viku fyrir réttinum hvernig æska hans hefði markast af ótta við föður sinn, sem hefði meðal annars barið sig nokkrum sinnum eftir að hann fékk slæman vitnisburð vegna hegðunar í skóla þegar hann var átta ára gamall.

Gjert Ingebrigtsen, sem er 59 ára gamall, sagði fyrir réttinum að hann hefði reynt að venda öll börnin sín sjö en þrír synir hans hafa komist í fremstu röð í heiminum í sínum hlaupagreinum. Dóttir hans hætti hins vegar í frjálsíþróttum 15 ára gömul.

„Lýsingar á atvikum í kringum þessar ákærður láta mig líta út fyrir að hafa verið mjög neikvæður gagnvart börnunum mínum. En ég elska þau gríðarlega mikið. Ég varð faðir mjög snemma og fannst ég þurfa að vernda þau afar mikið. Það má segja að ég hafi ofverndað börnin mín," sagði Gjert og sagði þau hafa verið afar krefjandi.

„Ég heyrði þau aldrei segja: „gætir þú,“ heldur voru þau mjög kröfuhörð. Smám saman varð „pabbi“ að „Gjert“ og svo varð „Gjert“ að „hinum ákærða,“ sagði Gjert Ingebrigtsen.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert