Var óánægð með eigið útlit eftir meðgönguna

„Ég byrjaði ekki að keppa í kraftlyftingum fyrr en eftir að ég eignaðist mitt fyrsta barn,“ sagði kraftlyftingakonan Lucie Stefaniková í Dagmálum.

Lucie, sem er 29 ára gömul, setti Evrópumet í hnébeygju á dögunum á Evrópumeistaramótinu í kraftlyftingum sem fram fór í Málaga á Spáni.

Snérist um að líða vel

Lucie byrjaði að æfa kraftlyftingar fyrir sjö árum síðan, árið 2018, og keppti á sínu fyrsta móti árið 2019.

„Ég var óánægð með eigið útlit eftir meðgönguna og vildi styrkja mig,“ sagði Lucie.

„Ég var ekki að hugsa um að léttast eða líta betur út. Ég var fyrst og fremst að einbeita mér að því að líða vel og ég vildi læra að lyfta lóðum á réttan hátt.

Ég byrjaði sjálf að æfa mig með stöng og svo áttaði ég mig fljótlega á því að ég var ágæt í þessu. Ég var byrjuð að lyfta þyngri lóðum en aðrar stelpur í ræktinni og meira að segja farin að lyfta þyngri lóðum en sumir strákarnir,“ sagði Lucie meðal annars.

Viðtalið við Lucie í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Lucie Stefaniková.
Lucie Stefaniková. mbl.is/Hallur Már
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka