„Ég hefði ekki getað lokað hana inni“

Teikning af föðurnum Gjert Ingebrigtsen.
Teikning af föðurnum Gjert Ingebrigtsen. AFP/Ane Hem

Norski frjálsíþróttaþjálf­ar­inn Gjert Ingebrigtsen neitaði því í rétt­ar­höld­um að hann hefði lokað dóttur sína Ingrid inni. 

Gjert er ákærður fyr­ir að beita börn sín of­beldi og gæti verið dæmd­ur í allt að sex ára fang­elsi ef hann verður fund­inn sek­ur.

Jakob Ingebrigtsen son­ur hans, heims­meist­ari og Ólymp­íu­meist­ari í milli­vega­lengda­hlaup­um, lýsti í síðustu viku fyr­ir rétt­in­um hvernig æska hans hefði mark­ast af ótta við föður sinn, sem hefði meðal ann­ars barið sig nokkr­um sinn­um eft­ir að hann fékk slæm­an vitn­is­b­urð vegna hegðunar í skóla þegar hann var átta ára gam­all.

Í gær var hann spurður út í þær ásakanir að hann hefði takmarkað ferðafrelsi dótttur sinnar eftir að hún ákvað að hætta í frjálsíþróttum. Gjert þvertók fyrir það. 

„Eins og ég hef margoft sagt, þá var ég ekki mikið heima. Ég var mjög upptekinn að öðru en að hugsa um hvað hún væri að gera. Við áttum þó regluleg samskipti í gegnum símann. 

Þetta voru erfiðir tímar, ég hefði ekki getað lokað hana inni, ég var ekki heima,“ sagði Gjert. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert