Reyna að ná HM-lágmörkum í Bergen

Snæfríður Sól Jórunnardóttir er á meðal keppenda í Bergen um …
Snæfríður Sól Jórunnardóttir er á meðal keppenda í Bergen um helgina. Ljósmynd/Aleksandar Djorovic

Snæfríður Sól Jórunnardóttir, Jóhanna Elín Guðmundsdóttir og Símon Elías Statkevicius verða á meðal keppenda á sterku alþjóðlegu sundmóti sem hefst í Bergen í Noregi á morgun og lýkur á sunnudag.

Þau eru síðan á leið á Íslandsmótið sem fer fram í Laugardalslaug um aðra helgi en öll þrjú eiga góða möguleika á að ná lágmörkum fyrir heimsmeistaramótið í 50 metra laug sem fer fram í Singapúr í lok júlí.

Einar Margeir Ágústsson er eini Íslendingurinn sem þegar er kominn er með keppnisrétt á HM en hann, Símon Elías, Snorri Dagur Einarsson, Birnir Freyr Hálfdánarson og Guðmundur Leó Rafnsson eru allir komnir með keppnisrétt á Evrópumeistaramóti U23 ára.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert