Var óttasleginn drengur

Jakob Ingebrigtsen ásamt lögfræðingi sínum við réttarhöldin.
Jakob Ingebrigtsen ásamt lögfræðingi sínum við réttarhöldin. AFP/Lise Åserud

Kristoffer Ingebrigtsen, eldri bróðir hlauparanna Henriks, Fil­ips og Jak­obs Ingebrigtsen, upplifði ótta við föður sinn Gjert í æsku. 

Gjert er ákærður fyrir að beita börn sín Ingrid og Jakob, sem er heimsmeistari og ólympíumeistari í millivegalengdahlaupum, ofbeldi og gæti verið dæmdur í allt að sex ára fangelsi verði hann fundinn sekur. 

Kristoffer, sem er 37 ára gamall, bar vitni í réttarhöldunum í dag og sagði meðal annars frá því þegar hann fékk símtal frá Henrik um að Gjert hafi lamið Ingrid. Þá hafi hann komið upp að Gjert með kylfu og ýtt honum upp að vegg. 

Einnig rifjaði Kristoffer upp eigin æsku en hann sagðist hafa upplifað mikinn ótta við föður sinn. 

„Hann var alltaf reiður út af engu. Oft var öskrað á mig og mér hent um herbergið. 

Þetta hafði mikil áhrif á mig og gerði mig að hljóðlátum og óttaslegnum dreng,“ sagði Kristoffer. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert