Safna fyrir langveik börn á Sjally Pally

Sjally Pally hefst í kvöld.
Sjally Pally hefst í kvöld. Ljósmynd/Þór

Pílu­deild Þórs á Ak­ur­eyri stend­ur fyr­ir stærsta pílu­móti lands­ins, Ak­ur­eyri Open, í Sjall­an­um um helg­ina. Á mót­inu stend­ur Þór fyr­ir góðgerðarleik þar sem fé sem safn­ast mun renna til Hetj­anna, fé­lags lang­veikra barna á Norður­landi.

Mótið kall­ast Sjally Pally með til­vís­un í Al­ex­andra Palace í Lund­ún­um, þar sem heims­meist­ara­mótið í pílukasti fer fram ár hvert.

Sjally Pally fer fram í kvöld 4. apríl og á morg­un laug­ar­dag­inn 5. apríl og verður mikið um dýrðir. Hinn þekkti Russ Bray mun til­kynna stig­in og lýs­and­inn kunni John McDon­ald hef­ur sömu­leiðis lagt land und­ir fót til að kynna mótið.

Alls eru 224 kepp­end­ur skráðir til leiks, í Sjall­an­um eru 36 pílu­spjöld og verðmæti vinn­inga er að and­virði þriggja millj­óna króna.

Búið er að selja 400 miða á laug­ar­dags­kvöldið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert