Tveir hjólreiðamenn létust í We Ride Flanders-keppninni, sem er fyrir áhugafólk, í Belgíu í gær.
We Ride Flanders-keppnin fer fram degi fyrir stóru Tour of Flanders-atvinnumannakeppnina og fá þar áhugamenn að hjóla sömu leið og atvinnumennirnir.
Yfir 15 þúsund manns tóku þátt í keppninni en nokkuð var um vandræði.
Tveir létu lífið en annar þeirra var Hollendingur og hinn Frakki. Í yfirlýsingu frá keppninni var sagt að báðir aðilar hafi fengið aðstoð strax en að ekki hafi tekist að bjarga lífi þeirra.