Hjólreiðamenn létust í Belgíu

We Ride Flanders fer fram degi fyrir Tour of Flanders.
We Ride Flanders fer fram degi fyrir Tour of Flanders. AFP/Dirk Waem

Tveir hjól­reiðamenn lét­ust í We Ride Fland­ers-keppn­inni, sem er fyr­ir áhuga­fólk, í Belg­íu í gær. 

We Ride Fland­ers-keppn­in fer fram degi fyr­ir stóru Tour of Fland­ers-at­vinnu­manna­keppn­ina og fá þar áhuga­menn að hjóla sömu leið og at­vinnu­menn­irn­ir. 

Yfir 15 þúsund manns tóku þátt í keppn­inni en nokkuð var um vand­ræði. 

Tveir létu lífið en ann­ar þeirra var Hol­lend­ing­ur og hinn Frakki. Í yf­ir­lýs­ingu frá keppn­inni var sagt að báðir aðilar hafi fengið aðstoð strax en að ekki hafi tek­ist að bjarga lífi þeirra. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert