Eitt frægasta metið er fallið

Alex Ovechkin #8 þakkar stuðninginn eftir að hann sló metið …
Alex Ovechkin #8 þakkar stuðninginn eftir að hann sló metið í New York. Í útileik gegn New York Islanders. AFP/BRUCE BENNETT

Kanadíska goðsögn­in Wayne Gretzky er ekki leng­ur marka­hæsti leikmaður­inn í sögu NHL-deild­ar­inn­ar í ís­hokkí. 

Gretzky sem var einn fræg­asti íþróttamaður heims­ins á sín­um tíma skoraði 894 mörk á glæsi­leg­um ferli í deild­inni sem spannaði tvo ára­tugi. 

Wayne Gretzky lengst til vinstri, æðsti maður NHL Gary Bettman, …
Wayne Gretzky lengst til vinstri, æðsti maður NHL Gary Bettman, Ted Leons­is eig­andi Capitals og Ovechk­in. AFP/​BRUCE BENN­ETT

Al­ex­and­er Ovechk­in, leikmaður Washingt­on Capitals, sló metið í gær og hafði jafnað við Gretzky í leikn­um þar á und­an með því að skora tví­veg­is. Met Gretzky stóð í 26 ár. 

Eitt merki­leg­asta metið í am­er­ísk­um hópíþrótt­um er því í eigu Rússa en lengi var talið ólík­legt að met Gretzky yrði slegið. Ovechk­in er 39 ára gam­all og hef­ur einnig verið í deild­inni í tvo ára­tugi. Hann hef­ur haldið vel á spöðunum til að geta slegið met sem þetta, eða á kylf­unni öllu held­ur.

Alex Ovechkin fagnar markinu sögulega.
Alex Ovechk­in fagn­ar mark­inu sögu­lega. AFP/​BRUCE BENN­ETT

Capitals valdi hann fyrst­an í nýliðaval­inu árið 2004 og Rúss­inn hef­ur held­ur bet­ur staðið und­ir vænt­ing­um. Hann hef­ur haldið tryggð við fé­lagið og varð liðið NHL-meist­ari árið 2018. 

Gretzky og Ovechk­in eru svo­lítið sér á parti á list­an­um yfir marka­hæstu menn en einn leikmaður til viðbót­ar hef­ur skorað fleira en 800 mörk í deild­inni en það gerði Kan­adamaður­inn Gordie Howe. Alls 801. Met hans stóð í 19 ár. 

Samherjarnir fagna Rússanum og markinu sögulega.
Sam­herj­arn­ir fagna Rúss­an­um og mark­inu sögu­lega. AFP/​SARAH STIER
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert