Stjarnan vann þrefalt

Blandað lið Stjörnunnar fagnar Íslandsmeistaratitlinum í dag.
Blandað lið Stjörnunnar fagnar Íslandsmeistaratitlinum í dag. Ljósmynd/FSÍ

Íslands­mótið í hóp­fim­leik­um fór fram í dag í fim­leika­hús­inu á Akra­nesi. Lið Stjörn­unn­ar komu, sáu og sigruðu og tóku gullið í öll­um flokk­um.

Þetta er í sjö­unda sinn í röð sem kvennalið Stjörn­unn­ar vinn­ur Íslands­meist­ara­titil­inn. Keppn­in í kvenna­flokki var afar jöfn og spenn­andi til loka.

Stjarn­an sigraði með 51.950 stig, aðeins 0.05 stig­um á und­an Gerplu, sem hafnaði í öðru sæti. Sel­foss endaði í þriðja sæti. Stjarn­an sigraði einnig á gólfi og trampólínu en Gerpla hafði bet­ur á dýnu.

Í flokki blandaðra liða hafði Stjarn­an bet­ur gegn ÍA og sigraði með 47.750 stig.

Karlalið Stjörn­unn­ar tryggði sér einnig Íslands­meist­ara­titil­inn með 46.200 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert