Bættu Íslandsmetið um fimm sekúndur

Keppendur kátir í Laugardalslauginni.
Keppendur kátir í Laugardalslauginni. Ljósmynd/Sunsambandið

Karla­sveit Sund­fé­lags Hafn­ar­fjarðar sló Íslands­metið í 4x100 metra skriðsundi í Laug­ar­dals­laug­inni í dag. 

Þeir syntu á tím­an­um 3:26,14 mín­út­ur og bættu þar með sjö ára gam­alt met um fimm sek­únd­ur. Sveit­ina skipuðu Birn­ir Freyr Hálf­dán­ar­son, Veig­ar Hrafn Sigþórs­son, Sím­on Elías Statkevicius og Ýmir Chatenay Sölva­son. 

Guðmund­ur sigraði 50 metr­ana

Í 50 metra baksundi sigraði Guðmund­ur Leó Rafns­son á tím­an­um 26,75 sek­únd­ur. eft­ir harða keppni við Fann­ar Snæv­ar Hauk­son sem varð ann­ar á 26,88 sek­únd­ur.

Þetta var ann­ar Íslands­meist­ara­tit­ill Guðmund­ar á mót­inu en hann bætti svo við þriðja gull­inu þegar hann sigraði 100 metra skriðsund á 51,99 sek­únd­um. eft­ir hörku­keppni við Ými Chatenay Sölva­son sem kom í mark á 52,03 sek­únd­um. og varð í öðru sæti.

Í 400 metra fjór­sundi kvenna sigraði Eva Mar­grét Fals­dótt­ir með yf­ir­burðum á tím­an­um 5:02,63 mín­út­ur og hlaut þar með sinn ann­an Íslands­meist­ara­titil en hún hafði áður unnið 200 m bring­u­sund.

Andri Már Kristjáns­son sigraði í 1500 metra skriðsundi karla á tím­an­um 16:30,59 mín. sem jafn­framt er átta sek­úndna bæt­ing hjá hon­um.

Adam Leó Tóm­as­son vann sinn fyrsta Íslands­meist­ara­titil í 200 metra fjór­sundi með tíma upp á 2:11,71 mín.

Ylfa Lind Krist­manns­dótt­ir tryggði sér sinn ann­an Íslands­meist­ara­titil þegar hún sigraði 100 metra baksund á 1:04,92 mín.

Hárs­breidd frá Íslands­meti Ant­ons

Í 50 metra bring­u­sundi karla sigraði Snorri Dag­ur Ein­ars­son á 27,79 sek­únd­ur, aðeins 0,33 sek­únd­um frá Íslands­meti Ant­ons Sveins McKee. Þetta var ann­ar tit­ill Snorra sem hafði áður sigrað í 100 m bring­u­sundi.

Í 100 metra bring­u­sundi kvenna stóð Birgitta Ing­ólfs­dótt­ir uppi sem sig­ur­veg­ari með tím­ann 1:10,47 mín. og Hólm­ar Grét­ars­son sigraði 200 metra flugsund karla á 2:05,41 mín.

Katja Lilja Andry­is­dótt­ir kom fyrst í mark í 800 metra skriðsundi kvenna á tím­an­um 9:20,77 mín.

Að lok­um sigraði kvenna­sveit SH í 4x100 metra skriðsundi á tím­an­um 3:54,26 mín. Í sveit­inni voru þær Jó­hanna Elín Guðmunds­dótt­ir, Vala Dís Cicero, Na­dja Djurovic og Birgitta Ing­ólfs­dótt­ir.

Síðasti dag­ur móts­ins hefst í fyrra­málið kl. 9:00 og síðasti úr­slita­hlut­inn hefst kl. 16.30.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert