Gamla ljósmyndin: Ósvikin gleði

mbl.is/Brynjar Gauti

Íþrótta­deild Morg­un­blaðsins og mbl.is held­ur áfram að gramsa í mynda­safni Morg­un­blaðsins og birta á mbl.is á laug­ar­dög­um. 

Þess­ari skemmti­legu mynd náði Brynj­ar Gauti Sveins­son í Vall­etta á Möltu þegar Smáþjóðal­eik­arn­ir fóru þar fram í júní árið 2003 eða fyr­ir tæp­um tutt­ugu og tveim­ur árum. 

Ísfirðing­ur­inn Hjör­dís Erna Ólafs­dótt­ir er á þessu augna­bliki að átta sig á því að hún hafði tryggt sér sig­ur í glím­unni um bronsverðlaun í -57 kg flokki í júdó á leik­un­um.

Hún er enn með and­stæðing­inn í helj­ar­greip­um en virðist í sama mund steyta vinstri hnef­ann til að fagna áfang­an­um. Um tíma­móta ár­ang­ur var að ræða fyr­ir Hjör­dísi á er­lendri grundu. 

Í þeim hama­gangi sem get­ur fylgt þegar kepp­end­ur eru komn­ir í gólfið í júdó-inu get­ur verið und­ir hæl­inn lagt hvort kepp­end­ur snúi í átt­ina að ljós­mynd­ara eða ekki. Í þessu til­felli horf­ir ís­lenski kepp­and­inn í átt­ina að Brynj­ari þegar sig­ur­inn er í höfn. 

„Hjör­dís Ólafs­dótt­ir kom líka á óvart og hún var að vinna sín fyrstu verðlaun er­lend­is og það má segja það sama um hana og Mána [And­er­sen], hún hef­ur rétta skapið í þetta og er dug­leg,“ sagði landsliðsþjálf­ar­inn Bjarni Friðriks­son í spjalli við Skúla Unn­ar Sveins­son sem annaðist um­fjöll­un um leik­ana fyr­ir Morg­un­blaðið og mbl.is ásamt Brynj­ari. 

Smáþjóðal­eik­arn­ir eru fjöl­greina­mót fyr­ir þjóðir með eina millj­ón íbúa eða minna og stend­ur alþjóða ólymp­íu­hreyf­ing­in fyr­ir leik­un­um. Leik­arn­ir voru haldn­ir í fyrsta sinn árið 1985 og fara fram á tveggja ára fresti. 

Næstu leik­ar eru á dag­skrá snemma í sum­ar og hefjast 26. maí en þeir fara að þessu sinni fram í Andorra. Íslend­ing­ar hafa tví­veg­is verið gest­gjaf­ar. Í fyrra skiptið árið 1997 og 2016 í síðara skiptið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert