KA er komið í 1:0 í einvígi sínu við Völsung um Íslandsmeistaratitil kvenna í blaki eftir sigur, 3:0, á Akureyri í dag.
KA-konur komu af krafti inn í leikinn í dag en þrjá sigra þarf til að verða Íslandsmeistari.
KA vann fyrstu hrinuna, 25:21, aðra 25:14 og þriðju 25:17.
Næsti leikur liðanna fer fram á Húsavík næsta miðvikudagskvöld.