KA komið yfir eftir sannfærandi sigur

Leikmenn KA fagna í leikslok.
Leikmenn KA fagna í leikslok. Ljósmynd/Egill Bjarni

KA er komið í 1:0 í ein­vígi sínu við Völsung um Íslands­meist­ara­titil kvenna í blaki eft­ir sig­ur, 3:0, á Ak­ur­eyri í dag. 

KA-kon­ur komu af krafti inn í leik­inn í dag en þrjá sigra þarf til að verða Íslands­meist­ari. 

KA vann fyrstu hrin­una, 25:21, aðra 25:14 og þriðju 25:17. 

Næsti leik­ur liðanna fer fram á Húsa­vík næsta miðviku­dags­kvöld. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert